Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

746. fundur 07. nóvember 2019 kl. 13:00 - 14:35 Fundarherbergi skipulagssviðs
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Byggðavegur 114A - umsókn um byggingarleyfi til að breyta eigninni í tvö gistirými

Málsnúmer 2019090080Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. september 2019 þar sem Arnhildur Pálmadóttir fyrir hönd Auðuns Þorsteinssonar sækir um byggingarleyfi til að breyta húsi nr. 114A við Byggðaveg í tvö gistirými með sérinngangi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Arnhildi Pálmadóttur. Innkomnar nýjar teikningar 6. nóvember 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Hafnarstræti 19 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2019090558Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. september 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Sigurðar Sveins Sigurðssonar sækir um leyfi til að breyta notkun húss nr. 19 við Hafnarstræti. Fyrirhugað er að breyta húsinu í íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson og samþykki Minjastofnunar.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

3.Hlíðarfjallsvegur, L215098 - umsókn um byggingarleyfi fyrir byggingu skýlis

Málsnúmer 2019100235Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. október 2019 þar sem Arngrímur Sverrisson fyrir hönd Terra hf., kt. 410283-0349, sækir um byggingarleyfi fyrir skýli fyrir endurvinnsluefni á lóð fyrirtækisins við Hlíðarfjallsveg, L215098. Skýlið hindrar sýn frá Hlíðarfjallsvegi inn á vinnuslusvæði Terra. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 31.10.2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Kaupvangsstræti 8-10-12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss

Málsnúmer 2019100306Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. október 2019 þar sem Steinþór Kári Kárason fyrir hönd Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á innra skipulagi og nýrri aðkomu að rými undir Gilsbakkavegi í húsi nr. 8-10-12 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Steinþór Kára Kárason.
Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsráðs um erindið.

5.Kaupvangsstræti 16 - fyrirspurn vegna gistieininga á 3. hæð

Málsnúmer 2019100487Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. október 2019 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Fasteigna ehf., kt. 581088-1409, leggur inn fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að útbúa gistieiningar á 3. hæð húss og setja svalir á húsið nr. 16 við Kaupvangsstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

6.Spítalavegur 21 - umsókn um leyfi til að skipta bílgeymslu í tvær eignir

Málsnúmer 2019110003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. október 2019 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Jóhönnu Indíönu Steinmarsdóttur sækir um leyfi til að skipta bílgeymslu við hús nr. 21 við Spítalaveg í tvær eignir. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Eignaskiptasamningur þarf að liggja fyrir áður en eignaskiptingin verður tilkynnt til Þjóðskrár.

7.Hvassaland 1 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019100239Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir orlofshúsi á lóð nr. 1 við Hvassaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. nóvember 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

8.Hvassaland 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019100240Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir orlofshúsi á lóð nr. 3 við Hvassaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. nóvember 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

9.Hvassaland 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019100241Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir orlofshúsi á lóð nr. 5 við Hvassaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. nóvember 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

10.Hvassaland 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019100242Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2019 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir orlofshúsi á lóð nr. 7 við Hvassaland. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. nóvember 2019. Fyrir liggur umsögn skipulagsfulltrúa um að húsgerð samræmist deiliskipulagi.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

11.Laxagata 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2017110107Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. nóvember 2017 þar sem Hermann Beck og Elísabet Karlsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 2 við Laxagötu. Sótt er um að breyta gluggum í kjallara, setja svalir og hurð á suðurenda i risi og útihurð á suðurenda kjallara. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Þorvald Jónsson. Innkomin ný teikning 18.10.2019.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:35.