Hlíðarfjall - umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir sprengimastri

Málsnúmer 2019100206

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 325. fundur - 30.10.2019

Erindi dagsett 1. október 2019 þar sem Ingi Björnsson fyrir hönd Stólalyftu ehf., kt. 441217-0210, sækir um leyfi til uppsetningar á sprengimastri fyrir ofan nýja stólalyftu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Adam Traustason.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við sprengimastur, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins. Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdin skal unnin í samráði við Veðurstofuna.