Áfangaheimili - undirbúningur

Málsnúmer 2019050635

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1302. fundur - 05.06.2019

Brýnt er að leysa húsnæðismál ungs fólks sem er að koma úr meðferð. Hugmyndir að framkvæmd hafa verið í vinnslu sl. ár.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Anna Hildur Guðmundsdóttir áfengis- og vímuefnaráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur Karólínu Gunnarsdóttur settum sviðsstjóra fjölskyldusviðs og Önnu Marit Níelsdóttur forstöðumanni félagsþjónustu að vinna málið áfram.

Skipulagsráð - 323. fundur - 25.09.2019

Lögð fram tillaga að breytingu á Hvannavöllum 10, hús Hjálpræðishersins, sem felur í sér að afmarkaðar eru 4-5 íbúðir í austurhluta hússins. Verða íbúðirnar nýttar sem áfangaheimili.
Að mati skipulagsráðs er tillagan í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar og samþykkir að umsókn um breytingu verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar betri gögn liggja fyrir.

Velferðarráð - 1309. fundur - 16.10.2019

Tekin fyrir gögn er varða opnun áfangaheimilis á Akureyri.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Anna Hildur Guðmundsdóttir áfengis- og vímuefnaráðgjafi fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við Hjálpræðisherinn á Akureyri um rekstur áfangaheimilis og leggur til að veitt verði 5,6 milljónum króna í verkefnið á árinu 2020. Málinu vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3659. fundur - 31.10.2019

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 16. október 2019:

Tekin fyrir gögn er varða opnun áfangaheimilis á Akureyri.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Anna Hildur Guðmundsdóttir áfengis- og vímuefnaráðgjafi fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við Hjálpræðisherinn á Akureyri um rekstur áfangaheimilis og leggur til að veitt verði 5,6 milljónum króna í verkefnið á árinu 2020. Málinu vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir að gert er ráð fyrir rekstrarfé til áfangaheimilisins í fjárhagsáætlun komandi árs.