Forathugun á vilja bæjarráðs til að gera þjónustusamning vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd

Málsnúmer 2019030159

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3634. fundur - 04.04.2019

Erindi dagsett 13. mars 2019 frá Kristínu Völundardóttur forstjóra Útlendingastofnunar þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til þess að gera þjónustusamning við stofnunina sem snýr að félagslegri þjónustu og stuðningi við umsækjendur um alþjóðlega vernd, á meðan þeir bíða niðurstöðu vegna umsóknar sinnar. Óskað er eftir svari fyrir lok marsmánaðar ef unnt er. Erindinu fylgir afrit af samningi Útlendingastofnunar við Hafnarfjörð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið áfram með sviðsstjóra fjölskyldusviðs.