Rósin - sérúrræði í raðhús

Málsnúmer 2019030013

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1296. fundur - 06.03.2019

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Sigurður Guðmundsson, greindi frá hugmyndum og áformum um að nýta raðhúsaíbúð sem sérúrræði sem ætlað væri til tímabundinnar dvalar vegna sérþarfa einstaklinga með heilabilun. Kynnti hann aðdraganda þessa og að ÖA hefur áður þurft að útbúa slíkt sérúrræði. Gera má ráð fyrir vaxandi þörf fyrir slíkt úrræði á næstu árum. Bakgrunnur og fyrirmynd er sótt í fyrri reynslu tilvika innan ÖA og til tilurðar og skipulags sambærilegs úrræðis í Danmörku (https://arresoeplejecenter.halsnaes.dk/Rosen.aspx).

Lögð verður áhersla á sérstakan aðbúnað, nýja tækni og aðferðir s.s. á sviði skynörvunar og skynjunar. Slík aðstaða mun nýtast einstaklingum í dagþjálfun og á hjúkrunarheimilinu og mögulega einnig öðrum þjónustueiningum hjá Akureyrarbæ.
Lagt fram til kynningar.