Oddagata 11 - fyrirspurn vegna bílskúrs

Málsnúmer 2019010294

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 707. fundur - 24.01.2019

Erindi dagsett 24. janúar 2019 þar sem Ágúst Leifsson leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu bílskúrs við hús nr. 11 við Oddagötu. Meðfylgjandi er skýringarteikning.
Gildandi deiliskipulag heimilar ekki byggingar á lóðinni umfram núverandi byggingar.

Þar sem erindið fjallar um hugsanlega breytingu á deiliskipulagi áframsendir byggingarfulltrúi fyrirspurnina til fullnaðarafgreiðslu skipulagsráðs.

Skipulagsráð - 308. fundur - 30.01.2019

Erindi dagsett 24. janúar 2019 þar sem Ágúst Leifsson leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu bílskúrs við hús nr. 11 við Oddagötu. Meðfylgjandi er skýringarmynd.

Þar sem erindið fjallar um hugsanlega breytingu á deiliskipulagi áframsendir byggingarfulltrúi fyrirspurnina til fullnaðarafgreiðslu skipulagsráðs.

Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda.
Að mati skipulagsráðs þurfa að liggja fyrir nákvæmari gögn um stærð og umfang bílskúrs áður en afstaða er tekin til umsóknarinnar.

Skipulagsráð - 310. fundur - 27.02.2019

Erindi dagsett 24. janúar 2019 þar sem Ágúst Leifsson leggur inn fyrirspurn varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna möguleika á byggingu bílskúrs við hús nr. 11 við Oddagötu. Meðfylgjandi er skýringarmynd. Innkomin ný gögn 19. febrúar 2019.
Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjanda að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Að mati ráðsins er um óverulega breytingu að ræða og felur skipulagssviði að grenndarkynna deiliskipulagsbreytinguna skv. 44. gr. skipulagslaga þegar gögn hafa borist.