Sundfélagið Óðinn - ósk um styrk vegna æfingaraðstöðu

Málsnúmer 2018110043

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 43. fundur - 07.11.2018

Erindi dagsett 29. október 2018 frá Hildi Friðriksdóttur formanni Óðins þar sem félagið óskar eftir styrk vegna aukakostnaðar iðkenda af leigu á æfingaaðstöðu.

Geir Kristinn Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð getur ekki orðið við erindinu en beinir þeim tilmælum til sundfélagsins að taka málið upp með ÍBA þar sem leitað verði leiða til að mæta þörf félagsins fyrir æfingaaðstöðu v/styrktarþjálfunar.