Spónsgerði 1, 3 og 5 - hljóðvist við íbúðarhús

Málsnúmer 2018100116

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 309. fundur - 13.02.2019

Erindi dagsett 10. september 2018 þar sem Lilja Filippusdóttir fyrir hönd eigenda íbúðarhúsa í Spónsgerði 1, 3 og 5 óskar eftir að gerð verði umferðarmæling við götuna og samstarfi við Akureyrarbæ um uppsetningu hljóðvarna ef mælingar gefa tilefni til. Í umsókninni er vitnað í skýrslu Akureyrarbæjar frá 2015, aðgerðaráætlun gegn hávaða 2015-2020.


Í kjölfar erindisins var ákveðið að fara í umferðarmælingu á svæðinu og var hún gerð á tímabilinu 8. janúar til 4. febrúar 2019.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Niðurstöður umferðarmælingar sem farið var í nú í byrjun árs 2019 gefa til kynna að fjöldi bíla sem aka um Þingvallastræti séu aðeins færri en skýrslan gerði ráð fyrir, meðalhraði töluvert lægri auk þess sem hlutfall stórra bíla er einnig lægra. Því má gera ráð fyrir að hávaði sé minni en skýrsla um aðgerðaráætlun gegn hávaða gerir ráð fyrir.

Að mati skipulagsráðs gefa niðurstöður mælinga því ekki tilefni til aðkomu Akureyrarbæjar að hljóðvörnum en felur sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við lóðarhafa um möguleika þeirra til hljóðvarna.