Beiðni um flutning á útilistaverkinu Harpa bænarinnar

Málsnúmer 2018090065

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 259. fundur - 06.09.2018

Erindi dagsett 31.05 2018 frá Brynju Ragnarsdóttur f.h. aðstandenda Guðmundar Jörundssonar og Mörtu Sveinsdóttur sem gáfu Akureyrarbæ listaverkið Harpa bænarinnar árið 1974. Í erindinu er óskað eftir að bæjaryfirvöld láti færa verkið af Hamarkotstúni þar sem það er nú og á sýnilegri stað í bænum.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar fyrir erindið og frestar afgreiðslu þess. Jafnframt óskar stjórn Akureyrarstofu eftir að umhverfis- og mannvirkjasvið vinni forgangslista yfir viðhald og framkvæmdir við útilistaverk í samvinnu við safnstjóra Listasafnsins á Akureyri.

Stjórn Akureyrarstofu - 270. fundur - 24.01.2019

Á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 6. september 2018 var tekin fyrir beiðni frá Brynju Ragnarsdóttur f.h. aðstandenda Guðmundar Jörundssonar og Mörtu Sveinsdóttur sem gáfu Akureyrarbæ listaverkið Harpa bænarinnar árið 1974. Í erindinu er óskað eftir að bæjaryfirvöld láti færa verkið af Hamarkotstúni þar sem það er nú og á sýnilegri stað í bænum.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkti að óska eftir því að umhverfis- og mannvirkjasvið ynni forgangslista yfir viðhald og framkvæmdir við útilistaverk í samvinnu við safnstjóra Listasafnsins á Akureyri.

Forgangslisti lagður fram.
Ekki er hægt að verða við beiðni um flutning þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni til þess á árinu 2019. Stjórn Akureyrarstofu vísar forgangsröðun á viðhaldi útilistaverka til 3ja ára fjárhagsáætlunargerðar.