Sundlaug Grímseyjar endurbætur í kjallara

Málsnúmer 2018090063

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 39. fundur - 07.09.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 4. september 2018 frá Steindóri Ívari Ívarssyni forstöðumanni viðhalds um kostnað á endurbótum á búnaði í kjallara Sundlaugar Grímseyjar vegna breytingar á ljósavél Rarik.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 43. fundur - 26.10.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 4. september 2018 um kostnað á endurbótum á búnaði í kjallara Sundlaugar Grímseyjar vegna breytingar á ljósavél Rarik.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í að skipta um varmaskipta sem fyrir eru og eru hitaðir af kælivatni ljósavéla Rarik. Setja stærri varmaskipta þannig að betri nýting sé á vatni sem fer í upphitun á sundlaugarvatni, hreinsa allar lagnir og loka, setja nýjar sandsíur sem hægt er að stýra frá frá Akureyri í gegnum IGSS hússtjórnarkerfi.