Norrænt jafnréttisverkefni 2018 - 2020

Málsnúmer 2018080409

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 35. fundur - 22.08.2018

Akureyrarbær hefur verið í samstarfi við sveitarfélög í Noregi og Svíþjóð um jafnréttisverkefni. Í ár var Akureyrarbær aðili að umsókn til norrænu ráðherranefndarinnar þar sem sótt var um styrk til að rannsaka kynferðislega áreitni á vinnustöðum.

Styrkur fékkst í verkefnið að upphæð 400.000 DKK. Jafnréttisstofa við háskólann í Adger, Noregi heldur utan um verkefnið.
Frístundaráð fagnar því að farið verði í þetta verkefni og samþykkir að tilnefna Arnar Þór Jóhannesson sem tengilið ráðsins við verkefnið.

Frístundaráð - 92. fundur - 17.03.2021

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisráðgjafi kynnti niðurstöður úr norrænu jafnréttisverkefni um kynferðislega áreitni sem Akureyrarbær tók þátt í.
Frístundaráð lýsir yfir ánægju með hvernig til tókst með þetta verkefni og hvernig brugðist hefur verið við með aukinni fræðslu til starfsmanna Akureyrarbæjar.

Frístundaráð leggur áherslu á að reynt sé að uppræta alla áreitni innan vinnustaða bæjarins og er KÁF verkefnið og verkefnið Tölum saman mjög góð tól til þess að fyrirbyggja og leiðbeina starfsfólki.

Velferðarráð - 1336. fundur - 07.04.2021

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir jafnréttisráðgjafi kynnti niðurstöður úr norrænu jafnréttisverkefni um kynferðislega áreitni sem Akureyrarbær tók þátt í.