Austurbrú 2-4 - skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis

Málsnúmer 2018070030

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 295. fundur - 11.07.2018

Erindi dagsett 3. júlí 2018 þar sem Gunnar Karlsson fyrir hönd Austurbrúar 2-4 húsfélags, kt. 440618-1030, óskar eftir upplýsingum um hvernig Akureyrarbær muni haga umsögn um leyfi til að reka leyfisskyldan gistirekstur í húsinu, berist embættinu umsókn um það.
Skipulagssvið í samráði við Alta ráðgjafafyrirtæki er um þessar mundir að vinna að gerð stefnumótunar um rekstrarleyfisskylda gistingu á Akureyri. Þeirri vinnu er ekki lokið og liggur því ekki fyrir að svo stöddu hvernig skipulagsráð muni taka á umsögn um leyfi til að reka leyfisskyldan gistirekstur í Austurbrú 2-4. Gert er ráð fyrir að þessari vinnu ljúki á næstu mánuðum og ef niðurstaðan er að heimila leyfisskyldan gistirekstur í íbúðarhúsum á ákveðnum stöðum þarf að breyta aðalskipulagi sveitarfélagsins. Ef sú leið verður farin, verður slík breyting kynnt hagsmunaaðilum með formlegum hætti.