Lundargata 13 - umsókn um niðurrif og byggingarleyfi

Málsnúmer 2018060039

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 681. fundur - 07.06.2018

Erindi dagsett 1. júní 2018 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd S3 verk ehf., kt. 620218-0220, sækir um leyfi til að fjarlægja að öllu leyti hús nr. 13 við Lundargötu og byggja annað í sömu mynd. Meðfylgjandi er álit Minjastofnunar, gátlisti og teikningar eftir Valþór Brynjarsson.
Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar í skipulagsráði.

Skipulagsráð - 293. fundur - 20.06.2018

Erindi dagsett 1. júní 2018 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd S3 verk ehf., kt. 620218-0220, sækir um leyfi til að endurbyggja hús nr. 13 við Lundargötu. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Valþór Brynjarsson. Þá liggja fyrir umsagnir Minjastofnunar dagsettar 25. apríl og 18. júní 2018

Byggingarfulltrúi vísaði málinu til skipulagsráðs á afgreiðslufundi 7. júní sl.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við endurbyggingu hússins en í ljósi umsagnar Minjastofnunar þarf nýtt ástandsmat að liggja fyrir áður en byggingarfulltrúi samþykkir umsóknina.