Beiðni um aukafjárveitingu vegna sérúrræðis í heimaþjónustu

Málsnúmer 2018010213

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1269. fundur - 17.01.2018

Lögð fram ósk sviðsstjóra búsetusviðs um 11 m.kr. aukafjárveitingu vegna tímabundins verkefnis í heimaþjónustu. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við heimahjúkrun Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Samstarfssamningur er í vinnslu.

Velferðarráð samþykkir ósk um aukafjárveitingu fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3584. fundur - 25.01.2018

11. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 17. janúar 2018:

Lögð fram ósk sviðsstjóra búsetusviðs um 11 m.kr. aukafjárveitingu vegna tímabundins verkefnis í heimaþjónustu. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við heimahjúkrun Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Samstarfssamningur er í vinnslu.

Velferðarráð samþykkir ósk um aukafjárveitingu fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir framlagða ósk um 11 m.kr. aukafjárveitingu vegna tímabundins verkefnis í heimaþjónustu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna þess.