Miðbær - skortur á bílastæðum

Málsnúmer 2017120347

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 26. fundur - 02.02.2018

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar mætti á fundinn.
Bæjarráð hefur þann 11. janúar 2018 vísað 6. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 14. desember 2017 til umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Þorleifur Stefánsson og Stefán S. Ólafsson mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa og ræddu um mikla vöntun á bílastæðum í Miðbænum sem þarf að bæta úr hið fyrsta. Þeir reka sjúkraþjálfunina Eflingu og bentu á að þessi staða veldur viðskiptavinum þeirra miklum vandræðum. Bentu þeir á þann möguleika að fylla í efsta hluta Skátagilsins og gera þar bílastæði. Þeir telja brýnt að brugðist verði við þessum vanda sem fyrst.
Umhverfis- og mannvirkjaráði felur sviðsstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.