Umsókn um greiðslur til heimadvalar með börnum í stað leikskólaplássa

Málsnúmer 2017120020

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 21. fundur - 04.12.2017

Erindi frá foreldri þríbura sem óskaði eftir að fá greiðslur frá Akureyrarbæ til þess að vera heima með börnin þar til í ágúst 2019, í stað þess að börnin þrjú hefji leikskólagöngu í ágúst 2018.
Fræðsluráð vill leita frekari upplýsinga um málið áður en formleg ákvörðun er tekin.

Fræðsluráð - 4. fundur - 06.02.2018

Bryndís Björnsdóttir fulltrúi skólastjóra mætti á fundinn kl. 13:23.
Erindi frá foreldri þríbura sem óskaði eftir að fá greiðslur frá Akureyrarbæ til þess að vera heima með börnin þar til í ágúst 2019, í stað þess að börnin þrjú hefji leikskólagöngu í ágúst 2018. Áður á dagskrá fræðsluráðs 4. desember 2017.

Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður og Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fóru yfir málið.
Fræðsluráð samþykkir erindið á þeirri forsendu að um þríbura er að ræða, sem fæddir eru fyrir tímann og viðkomandi er einstæður. Heimgreiðslan skal miðast við niðurgreiðslur bæjarins hjá dagforeldrum. Umrædd greiðsla er skattskyld og ber að taka af henni staðgreiðslu. Greiðslan fer fram í 11 mánuði eða frá 1. ágúst 2018 til 30. júní 2019.