Goðanes 12 - umsókn um breytingu á byggingarstigi vegna bruna

Málsnúmer 2017100391

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 652. fundur - 02.11.2017

Erindi dagsett 23. október 2017 þar sem Sverrir Bergsson fyrir hönd Þríforks ehf., kt. 650713-0790, sækir um breytingu á byggingarstigi húss nr. 12 við Goðanes vegna bruna og leyfi til hreinsunar og niðurrifs byggingarinnar.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.