Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

652. fundur 02. nóvember 2017 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill byggingarfulltrúa
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Hamragerði 18 - umsókn um stækkun á úrtaki fyrir bílastæði

Málsnúmer 2017100423Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 25. október 2017 þar sem Valdemar Valsson sækir um stækkun á úrtaki fyrir bílaplan við hús sitt nr. 18 við Hamragerði, úr 5 í 8,5 metra.
Staðgengill byggingarfulltrúa getur ekki orðið við beiðninni en getur fallist á stækkun á úrtaki í 7 metra með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein.

2.Margrétarhagi 4 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017100110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2017 þar sem Björn Sveinsson fyrir hönd VAPPS ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 4 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Einar Bjarndal Jónsson. Innkomnar nýjar teikningar 26. og 30. október 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Margrétarhagi 6 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017100116Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. október 2017 þar sem Björn Sveinsson fyrir hönd VAPPS ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 6 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Einar Bjarndal Jónsson. Innkomnar nýjar teikningar 26. október 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Langahlíð 15 - sameining fastanúmera

Málsnúmer 2017060106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. október 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Jóhanns Jónssonar og Dagbjartar Pálsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 15 við Lönguhlíð. Um er að ræða nýja hurð út til vesturs. Meðfylgjandi er teikning eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Hafnarstræti 97, 4. hæð - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2017100375Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. október 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Eflingar sjúkraþjálfunar ehf. sækir um breytingar á innra skipulagi 4. hæðar í húsi nr. 97 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Goðanes 12 - umsókn um breytingu á byggingarstigi vegna bruna

Málsnúmer 2017100391Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. október 2017 þar sem Sverrir Bergsson fyrir hönd Þríforks ehf. sækir um breytingu á byggingarstigi húss nr. 12 við Goðanes vegna bruna og leyfi til hreinsunar og niðurrifs byggingarinnar.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir niðurrifið með þeim skilyrðum að öll ummerki byggingarinnar verði fjarlægð. Niðurrifið verður tilkynnt til Þjóðskrár Íslands eftir að úttekt byggingareftirlits hefur farið fram við verklok skv. 16. gr. Mannvirkjalaga.

7.Hafnarstræti 99-101 - íbúð á 4. hæð, leigusamningur

Málsnúmer 2017100412Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. október 2017 þar sem Guðmundur Magnússon fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Norðurlands sækir um breytingu á hagnýtingu íbúðar á 4. hæð í Hafnarstræti 99-101, í skrifstofu. Meðfylgjandi er leigusamningur milli HSN og Hólmfríðar Jóhannesdóttur, fundargerð húsfélagsins Hafnarstrætis 99-101 og samþykki eignaraðila fyrir breyttri nýtingu.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir breytta notkun og felur lóðarskrárritara að tilkynna breytinguna til Þjóðskrár.

8.Ráðhústorg 3 - breytingar á 1. hæð

Málsnúmer 2017080011Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. ágúst 2017 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Natten ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum á 1. hæð húss nr. 3 við Ráðhústorg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar nýjar teikningar 27. október 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

9.Strandgata - færsla á loftgæðamæli

Málsnúmer 2017100500Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. október 2017 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um leyfi til að færa loftgæðamæli af Tryggvabraut að Strandgötu. Meðfylgjandi eru myndir.
Staðgengill byggingarfulltrúa samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.