Lífsleikni fyrir ungt fatlað fólk

Málsnúmer 2017060136

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1256. fundur - 16.08.2017

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs lagði fram tillögu að nýju þjónustuúrræði fyrir ungt fatlað fólk sem hefur lokið námi í framhaldsskóla. Um er að ræða þjálfun í lífsleikni til að búa þátttakendur undir búsetu á eigin vegum.

Kostnaður er áætlaður um 2,3 m.kr. á árinu 2017 og um 6,8 m.kr. á árinu 2018 vegna ráðningar tveggja starfsmanna í hlutastörf, samtals um 1 stöðugildi.
Velferðarráð fagnar tillögunni og samþykkir hana fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarráð að heimild til ráðningar starfsmanna verði veitt og umbeðnu viðbótarfjármagni veitt til reksturs Skammtíma- og skólavistunar (1025650) í fjárhagsáætlun ársins 2018.

Bæjarráð - 3565. fundur - 24.08.2017

11. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 16. ágúst 2017:

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs lagði fram tillögu að nýju þjónustuúrræði fyrir ungt fatlað fólk sem hefur lokið námi í framhaldsskóla. Um er að ræða þjálfun í lífsleikni til að búa þátttakendur undir búsetu á eigin vegum.

Kostnaður er áætlaður um 2,3 m.kr. á árinu 2017 og um 6,8 m.kr. á árinu 2018 vegna ráðningar tveggja starfsmanna í hlutastörf, samtals um 1 stöðugildi.

Velferðarráð fagnar tillögunni og samþykkir hana fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarráð að heimild til ráðningar starfsmanna verði veitt og umbeðnu viðbótarfjármagni veitt til reksturs Skammtíma- og skólavistunar (1025650) í fjárhagsáætlun ársins 2018.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu velferðarráðs og vísar fjármögnun verkefnisins til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.