Brekkugata 13 - umsókn um byggingarleyfi til að breyta vinnustofu í íbúð

Málsnúmer 2017050036

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 630. fundur - 11.05.2017

Erindi dagsett 3. maí 2017 þar sem Anna Hauksdóttir fyrir hönd Hafliða Guðlaugssonar sækir um leyfi til að breyta vinnustofu á jarðhæð húss nr. 13 við Brekkugötu í íbúð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi hafnar erindinu þar sem rýmið uppfyllir ekki ákvæði byggingareglugerðar um lofthæð í íbúðaherbergjum.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 660. fundur - 04.01.2018

Erindi dagsett 22. desember 2017 þar sem Anna Hauksdóttir fyrir hönd Hafliða Guðlaugssonar sækir um leyfi til að breyta vinnustofu á jarðhæð húss nr. 13 við Brekkugötu í íbúð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Önnu Hauksdóttur ásamt greinargerð brunaverkfræðings og túlkun hæstaréttarlögmanns á málinu til Mannvirkjastofnunar og svar Mannvirkjastofnunar.
Byggingarfulltrúi vísar til afgreiðslu fyrra erindis um sama mál, með rökum sem nú er stutt í svarbréfi Mannvirkjastofnunar, dagsett 7. september 2017, til hæstaréttarlögmannsins sem segir þá undanþágu sem hann vísar til eigi við um algilda hönnun, en ekki við lágmarks lofthæð íbúðarrýmis.

Byggingarfulltrúi hafnar því erindinu þar sem ákvæði um lofthæð eru ekki uppfyllt, sbr. gr. 6.7.2. í byggingarreglugerð og einnig með vísun í gr. 6.7.4 í sömu reglugerð.