Innflytjendur í námi: Ný áskorun. Viðhorf foreldra og kennara til náms og kennslu

Málsnúmer 2017050010

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 10. fundur - 22.05.2017

Stéphanie Barillé, Hermína Gunnþórsdóttir og Markus Meckl hafa unnið að rannsókn á viðhorfum foreldra og kennara til náms og kennslu innflytjenda í skólum Akureyrar. Hermína Gunnþórsdóttir einn rannsakenda kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar í gegnum SKYPE.
Fræðsluráð þakkar Hermínu fyrir kynninguna.

Fræðsluráð felur sviðsstjóra fræðslusviðs að hefja samtal innan skólanna um niðurstöður rannsóknarinnar með það að markmiði að auka enn frekar vitund og samvinnu um kennslu innflytjenda í leik- og grunnskólum Akureyrar.

Bæjarráð - 3559. fundur - 29.06.2017

Stéphanie Barillé, Hermína Gunnþórsdóttir og Markus Meckl hafa unnið að rannsókn á viðhorfum foreldra og kennara til náms og kennslu innflytjenda í skólum Akureyrar. Hermína Gunnþórsdóttir einn rannsakenda kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar.
Bæjarráð þakkar Hermínu fyrir kynninguna.