Flugfélag Íslands - stætisvagnasamgöngur við Akureyrarflugvöll

Málsnúmer 2017040158

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3556. fundur - 18.05.2017

Erindi dagsett 25. apríl 2017 þar sem Árni Gunnarsson f.h. Flugfélags Íslands ehf, vekur athygli á að samgöngumöguleikum til og frá Akureyrarflugvelli er ábótavant þar sem ekki er boðið upp á tengingu við strætisvagna, og hvetur bæjarráð til að beita sér fyrir úrbótum á þessu.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 12. fundur - 02.06.2017

Erindi dagsett 25. apríl 2017 þar sem Árni Gunnarsson f.h. Flugfélags Íslands ehf, vekur athygli á að samgöngumöguleikum til og frá Akureyrarflugvelli er ábótavant þar sem ekki er boðið upp á tengingu við strætisvagna, og hvetur bæjarráð til að beita sér fyrir úrbótum á þessu.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs.



Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar mætti á fund umhverfis- og mannvirkjaráðs og fór yfir málið og lagði fram minnisblað dagsett 2. júní 2017.
Umhverfis- og mannvirkjaráð getur ekki orðið við erindinu. Akureyrarbær fór í endurskoðun á leiðarkerfinu 2016 þar sem akstur til og frá flugvelli var kannaður. Það þótti ekki mögulegt að bæta þeim akstri inn í leiðarkerfið.