Erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneyti

Málsnúmer 2017040092

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 10. fundur - 22.05.2017

Þann 7. apríl 2017 barst Akureyrarbæ bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem óskað er umsagnar og eftir atvikum gagna Akureyrarbæjar við kæru Júlíar Óskar Antonsdóttur hdl. í bréfi dagsettu 5. apríl 2017 fyrir hönd Kára Jóhannessonar og Veru Vestmann Kristjánsdóttur fyrir hönd sonar þeirra, Kristjáns Loga Kárasonar.

Svars var óskað fyrir 3. maí 2017.

Halldór Guðmann Karlsson vék af fundi kl. 15:00.
Svar við erindinu er í vinnslu með lögmanni og hefur ráðuneytinu verið greint frá ástæðu tafar. Jafnframt var óskað eftir tveggja vikna fresti til að svara erindinu.