Hofsbót 4 - umsókn um leyfi fyrir breytingum á 4. hæð

Málsnúmer 2017030099

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 258. fundur - 15.03.2017

Erindi dagsett 6. mars 2017 þar sem Finnur Víkingsson og Kristján Víkingsson fyrir hönd VN fasteigna ehf., kt. 611107-0480, sækja um leyfi fyrir breytingum á 4. hæð í húsi nr. 4 við Hofsbót. Fyrirhugað er að útbúa þrjár íbúðir til útleigu á hæðinni. Meðfylgjandi er fyrirspurnarteikning og samþykki meðeigenda í húsinu.
Skipulagsráð telur að hugmyndir um íbúðir í húsinu séu í samræmi við deiliskipulag miðbæjarins og markmiðum þess að fjölga íbúum svæðisins.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 651. fundur - 25.10.2017

Erindi dagsett 18. október 2017 þar sem Bjarni Sigurðsson fyrir hönd VN fasteigna ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum á 4. hæð í húsi nr. 4 við Hofsbót. Breyta á húsnæðinu í íbúð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 654. fundur - 16.11.2017

Erindi dagsett 18. október 2017 þar sem Bjarni Sigurðsson fyrir hönd VN fasteigna ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum á 4. hæð í húsi nr. 4 við Hofsbót. Breyta á húsnæðinu í íbúðir. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. nóvember 2017 og samþykki meðeigenda í húsinu.
Staðgengill byggingarfulltrúa frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 657. fundur - 06.12.2017

Erindi dagsett 18. október 2017 þar sem Bjarni Sigurðsson fyrir hönd VN fasteigna ehf. sækir um leyfi fyrir breytingum á 4. hæð í húsi nr. 4 við Hofsbót. Breyta á húsnæðinu úr atvinnuhúsnæði í íbúð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar eru nýjar teikningar 6.og 30. nóvember 2017.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið. Breyttur eignaskiptasamningur fyrir húsið skal frágenginn áður en lokaúttekt verður gerð.