Þórunnarstræti - Austurbyggð 17 - framkvæmdaleyfi fyrir breytingu lagna

Málsnúmer 2017020083

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 257. fundur - 08.03.2017

Erindi dagsett 9. febrúar 2017 þar sem Stefán H. Steindórsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar hitaveitulagna í nágrenni við dælustöð Norðurorku við Mímisbraut og dvalarheimilið Hlíð við Austurbyggð 17. Meðfylgjandi er mynd og afrit af samkomulagi milli Fasteigna Akureyrarbæjar og Norðurorku vegna hitaveitulagna við Hlíð.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn vegna framkvæmda við hitaveitulagnir og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.