Ægisnes 3 - umsókn um byggingarleyfi, starfsmannahús, mhl. 02

Málsnúmer 2017010270

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 618. fundur - 02.02.2017

Erindi dagsett 11. janúar 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Íslenska Gámafélagsins ehf., kt. 470596-2289, sækir um byggingarleyfi fyrir starfsmannahúsi (mhl. 02) við Ægisnes 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 25. janúar 2017.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 619. fundur - 09.02.2017

Erindi dagsett 11. janúar 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Íslenska Gámafélagsins ehf., kt. 470596-2289, sækir um byggingaleyfi fyrir starfsmannahúsi (mhl. 02) á lóð nr. 3 við Ægisnes. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar nýjar teikningar 7. febrúar 2017.
Staðgengill byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 649. fundur - 12.10.2017

Erindi dagsett 10. október 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Íslenska Gámafélagsins ehf., kt. 470596-2289, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 3 við Ægisnes. Sótt er um að fækka bílastæðum, fjarlægja vegg milli bakinngangs og ræstingar og loftræstingu breytt í lager/geymslum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.