Endurbætur á húsnæði Hlíðarskóla

Málsnúmer 2016110012

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 18. fundur - 07.11.2016

Starfsemi Hlíðarskóla er mikilvægur þáttur í þjónustu við grunnskólabörn í Eyjafirði. Ljóst er að þörf fyrir þá sértæku þjónustu sem þar er veitt er ekki að minnka, fremur að aukast. Því er mikilvægt að bregðast við og gera endurbætur á því húsnæði sem er til staðar svo hægt sé að nýta það til fulls. Er í þessu sambandi horft til austurenda stærsta hússins sem nú er nýtt í annað fyrir Akureyarbæ. Mikilvægt er fyrir skólastarfið í Hlíðarskóla að fá þetta húsnæði til notkunar. Vísað er í því sambandi til greinargerðar Bryndísar Valgarðsdóttur skólastjóra Hlíðarskóla dagsett 2. nóvember 2016.

Gert er ráð fyrir 10 milljónum króna á árinu 2017 og 30 milljónum á árinu 2018 til framkvæmdanna.
Skólanefnd samþykkir að farið verði í breytingarnar, ábyrgist þannig aukna leigu á húsnæðinu í kjölfar þeirra og vísar málinu til Fasteigna Akureyrarbæjar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.