Hrísey - fasteignagjöld vegna gististaða

Málsnúmer 2016050230

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3510. fundur - 16.06.2016

Erindi dagsett 23. maí 2016 frá hverfisráði Hríseyjar þar sem óskað er eftir því að teknar verði á ný upp undanþágur á greiðslum á fasteignagjöldum atvinnuhúsnæðis yfir vetrarmánuðina fyrir aðila sem leigja út gistirými til ferðamanna í Hrísey.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar erindinu eins og það er lagt fram og vísar málinu til verkefnisstjórnar Brothættra byggða.