Breytingar á rekstri á húseignum sem tilheyra rekstri framkvæmdadeildar

Málsnúmer 2016030133

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 326. fundur - 18.03.2016

Farið yfir hugmyndir um rekstur á almenningssalernum og möguleika á breytingum á húsakosti í Hrísey.
Framkvæmdaráð óskar eftir umsögn stjórnar Akureyrarstofu um mögulega lokun á almenningssalernum.

Framkvæmdaráð er sammála því að sameina starfsemi björgunarsveitar, slökkviliðs og áhaldahúss í Hrísey undir sama þaki svo framarlega sem það leiði ekki til aukins kostnaðar.

Bæjartæknifræðingi falið að vinna málið áfram með Fasteignum Akureyrarbæjar.

Stjórn Akureyrarstofu - 211. fundur - 13.06.2016

Framkvæmdaráð hefur óskað eftir áliti stjórnar Akureyrarstofu á því að almenningssalernum undir kirkjutröppunum verið lokað.
Stjórn Akureyrarstofu gerir ekki athugasemd við að almenningssalernunum verði lokað enda sé notkun þeirra ekki mikil. Stjórnin mælir með að haft verði samráð við hagsmunaaðila á miðbæjarsvæðinu áður en endanleg ákvörðun verður tekin.