Vallartún 4-8 - niðurfelling á göngustíg

Málsnúmer 2016030116

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 225. fundur - 23.03.2016

Erindi dagsett 15. mars 2016 þar sem íbúar við Vallartún 4-8 óska eftir niðurfellingu á göngustíg vestan lóða nr. 2-8 við Vallartún.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsdeild að skoða göngutengingar frá Hagahverfi að Naustahverfi.

Skipulagsnefnd - 227. fundur - 13.04.2016

Erindi dagsett 15. mars 2016 þar sem íbúar við Vallartún 4-8 óska eftir niðurfellingu á göngustíg við Vallartún.

Göngutengingar úr Hagahverfi yfir í Naustahverfi verða á fjórum stöðum. Austan og vestan við fyrirhugað hringtorg á Kjarnagötu, við Vallartún og svo ofan við fyrirhugað hringtorg á Naustabraut. Deiliskipulagsbreyting var gerð 2014 þar sem mörk deiliskipulags Naustahverfis, reits 28 og Naustagötu voru samræmd við deiliskipulagsmörk Hagahverfis. Með þeirri breytingu datt út tenging á umræddum stíg við stíginn meðfram Naustagötu en þar er þó tekið fram að lega stíga sé leiðbeinandi.
Skipulagsnefnd getur fallist á að stígurinn verði felldur niður og felur skipulagsstjóra að gera breytingu á deiliskipulagi.