Viðtalstími bæjarfulltrúa - sundlaugarmál

Málsnúmer 2016010212

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 186. fundur - 18.02.2016

Þann 4. febrúar 2016 vísaði bæjarráð 4. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 28. janúar 2016 til íþróttaráðs:

Þórður Ármannsson, Kringlumýri 10, kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa og lýsti yfir óánægju með að bærinn skuli fjárfesta í nýrri vatnsrennibraut í stað þess að byggja sundhöll. Telur að hagkvæmara hefði verið að byggja sundhöll því þá væri hægt að halda hér sundmót. Einnig lýsti Þórður yfir óánægju með aðstöðu fyrir fatlað fólk til sundiðkunar.
Íþróttaráð þakkar Þórði fyrir erindið og ábendinguna.