Samfélags- og mannréttindadeild 2016 - ýmis mál

Málsnúmer 2016010180

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 178. fundur - 28.01.2016

Framkvæmdastjóri sagði frá áframhaldandi samvinnu við búsetudeild á sviði félagslegrar liðveislu. M.a. verður starfsmaður áfram í Rósenborg með skrifstofu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 179. fundur - 11.02.2016

Lögð fram tilkynning um samþykkt bæjarstjórnar frá 3. febrúar sl. um breytingu í samfélags- og mannréttindaráði.

Dagbjört Elín Pálsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Eiðs Arnars Pálmasonar.

Ólína Freysteinsdóttir tekur sæti varamanns í stað Dagbjartar Elínar Pálsdóttur.

Samfélags- og mannréttindaráð - 185. fundur - 24.05.2016

Umræður um forvarna- og æskulýðsmál og tómstundamál, starfið sl. vetur og framundan.

Samfélags- og mannréttindaráð - 187. fundur - 25.08.2016

Bæjarstjóri mætti til viðræðna við ráðið og kynnti starfslok Sigríðar Stefánsdóttur framkvæmdastjóra frá næstu mánaðamótum.

Ráðið þakkar Sigríði Stefánsdóttur fyrir góða samvinnu og vel unnin störf.