Þórsstígur 2 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2015120027

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 568. fundur - 17.12.2015

Erindi dagsett 3. desember 2015 þar sem Höldur ehf., kt 651174-0239, sækir um ljósaskilti við Þórstíg 2. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og óskar eftir meiri upplýsingum um fjölda skilta og stærð heildarskiltaflata á lóðinni.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 605. fundur - 20.10.2016

Erindi dagsett 3. desember 2015 þar sem Höldur ehf., kt. 651174-0239, sækir um að setja upp ljósaskilti við Þórstíg 2. Meðfylgjandi er teikning. Innkomin ný teikning 14. október 2016.
Skipulagsstjóri frestar erindinu og vísar því til umsagnar skipulagsnefndar og framkvæmdadeildar.

Skipulagsnefnd - 246. fundur - 09.11.2016

Erindi dagsett 3. desember 2015 þar sem Höldur ehf., kt 651174-0239, sækir um ljósaskilti við Þórstíg 2. Skipulagsstjóri vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar á afgreiðslufundi 20. október 2016.
Sipulagsnefnd tekur neikvætt í erindið þar sem skiltin uppfylla ekki kröfur um stærð og staðsetningu, sem fram koma í samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar frá 2011.

Skipulagsnefnd felur formanni og skipulagsstjóra að kanna hvort þörf er á að endurskoða reglurnar.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 609. fundur - 17.11.2016

Erindi dagsett 3. desember 2015 þar sem Höldur ehf., kt 651174-0239 sækir um ljósaskilti við Þórstíg 2. Meðfylgjandi er teikning. Skipulagsstjóri vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar og framkvæmdadeildar. Skipulagsnefnd tók erindið fyrir á fundi 9. nóvember 2016. Sipulagsnefnd tekur neikvætt í erindið þar sem skiltin uppfylla ekki kröfur um stærð og staðsetningu, sem fram koma í samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar frá 2011.

Skipulagsnefnd felur formanni og skipulagsstjóra að kanna hvort þörf er á að endurskoða reglurnar. Umsögn framkvæmdadeilar dagsett 7. nóvember 2016 sýnir sjónlengdir við gatnamót, sjá meðfylgjandi mynd.
Skipulagsstjóri hafnar erindinu með vísan til ákvæða í samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar og neikvæðrar umsagnar skipulagsnefndar.