Menningarsjóður Akureyrar - breyting á verklagsreglum 2015

Málsnúmer 2015110169

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 199. fundur - 26.11.2015

Lögð fram tillaga að breytingu á verklagsreglum sem gerir mögulegt að auglýsa eftir styrkumsóknum í desember árinu áður en til styrkveitinga kemur. Tilgangurinn er að afgreiðsla styrkja geti farið fram fyrr á viðkomandi ári. Lagt er til að eftirfarandi setning í 1. gr. úthlutunar- og vinnureglanna breytist:

"Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði í febrúarmánuði ár hvert." og verði svohljóðandi:

"Heimilt er að auglýsa eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði í desember árinu áður en til úthlutunar kemur en það skal í síðasta lagi gerast í febrúar sama ár og úthlutun fer fram."
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir framlagða tillögu.

Stjórn Akureyrarstofu - 309. fundur - 19.11.2020

Umræða um breytingar á verklags- og úthlutunarreglum menningarsjóðs.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að koma með tillögur að breytingum á verklags- og úthlutunarreglum menningarsjóðs.

Stjórn Akureyrarstofu - 311. fundur - 14.01.2021

Drög að breytingum á verklagsreglum menningarsjóðs lagðar fram til kynningar.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir breytingar á verklagsreglum menningarsjóðs og samþykkir að sérstök áhersla verði á fjölbreytileika og hinsegin samfélagið við úthlutun styrkja úr sjóðnum á árinu 2021.