Álagning gjalda - útsvar 2016

Málsnúmer 2015110155

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3484. fundur - 26.11.2015

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2016 í Akureyrarkaupstað.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir hámarksútsvarsprósentu fyrir árið 2016 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3383. fundur - 01.12.2015

3. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 26. nóvember 2015:

Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2016 í Akureyrarkaupstað.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir hámarksútsvarsprósentu fyrir árið 2016 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um hámarksútsvarsprósentu með 11 samhljóða atkvæðum. Miðað er við að útsvarshlutfall fyrir árið 2016 verði hámarksútsvar þ.e. 14,48% af útsvarsstofni, að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli fyrirhugaðs samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Gengið er út frá að lagabreyting þessa efnis verði afgreidd fyrir lok haustþings.