Rangárvellir - tankur og afgreiðsla fyrir lífdísel, fyrirspurn

Málsnúmer 2015110118

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 217. fundur - 25.11.2015

Erindi dagsett 17. nóvember 2015 þar sem Guðmundur H. Sigurðarson f.h. Vistorku ehf., kt. 670515-0950, óskar eftir viðbrögðum skipulagsnefndar við tilraunarverkefni sem snýr að því að koma fyrir 6.000 lítra tanki við eða á lóð Norðurorku við Rangárvelli fyrir lífdísel ásamt dælu. Olían er fyrst og fremst ætluð til nota fyrir bíla á vegum sveitarfélagsins. Guðmundur kom á fundinn og kynnti málið.
Skipulagsnefnd þakkar Guðmundi fyrir komuna og tekur jákvætt í að heimila tilraunaverkefni þetta í 6 mánuði. Skipulagsstjóri afgreiði umsókn um stöðuleyfi í samræmi við það þegar hún berst.