Hofsbót - Sea safari - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015110001

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 217. fundur - 25.11.2015

Erindi dagsett 30. október 2015 þar sem Torfi G. Yngvason f.h. Sea Safari ehf., kt. 710806-0200, sækir um lóð við Hofsbót fyrir aðstöðu vegna hvalaskoðunar. Ef ekki er hægt að verða við umsókninni er óskað eftir stöðuleyfi fyrir færanlegt húsnæði við Hofsbót þar til hægt er að byggja hús á svæðinu skv. deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu hvað varðar lóðarúthlutun að sinni þar sem lóðin er ekki tilbúin til úthlutunar. Tekið er jákvætt í að veita fyrirtækinu leyfi fyrir bráðabirgðaaðstöðu. Skipulagsstjóri afgreiði umsókn um það þegar hún berst í samráði við hafnarstjóra.