Hofsbót/ Torfunef - Ambassador - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015100142

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 217. fundur - 25.11.2015

Erindi dagsett 22. október 2015 þar sem Magnús Guðjónsson f.h. Ambassador ehf., kt. 551009-2620, sækir um lóð við Hofsbót/Torfunef fyrir aðstöðu vegna hvalaskoðunar. Meðfylgjandi er afstöðumynd. Ef ekki er hægt að verða við umsókninni er óskað eftir áframhaldandi stöðuleyfi fyrir færanlegu húsnæði á Torfunefsbryggju og einnig að stækka það þar til hægt verður að byggja hús á svæðinu skv. deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu hvað varðar lóðarúthlutun að sinni þar sem lóðin er ekki tilbúin til úthlutunar. Tekið er jákvætt í að veita fyrirtækinu leyfi fyrir bráðabirgðaaðstöðu. Skipulagsstjóri afgreiði umsókn um það þegar hún berst í samráði við hafnarstjóra.