Kraftlyftingafélag Akureyrar og Íþróttafélagið Draupnir - framtíðarhúsnæði

Málsnúmer 2015070094

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 171. fundur - 19.08.2015

Tekið fyrir erindi frá formanni ÍBA dagsett 9. júní 2015 þar sem óskað er eftir að íþróttaráð skoði möguleika á kaupum á framtíðarhúsnæði fyrir Draupni og KFA.
Erindið lagt fram til kynningar. Íþróttaráð mun í framhaldinu funda með hlutaðeigandi aðilum.

Íþróttaráð - 174. fundur - 17.09.2015

Tekið fyrir aftur erindi frá formanni ÍBA dagsett 9. júní 2015 þar sem fjallað er um framtíðarhúsnæði fyrir Draupni og KFA.
Fulltrúi ÍBA og forsvarsmenn félaganna mættu á fund íþróttaráðs undir þessum lið. Málið var síðast á dagskrá íþróttaráðs 19. ágúst 2015.
Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála og formanni að vinna málið áfram.
Íþróttaráð þakkar Þóru Leifsdóttur framkvæmdarstjóra ÍBA, Grétari Skúla Gunnarssyni formanni KFA og Hans Rúnari Snorrasyni formanni Draupnis fyrir komuna á fundinn.
Þórunn Sif Harðardóttir D-lista vék af fundi kl. 15:51.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi V-lista vék af fundi kl. 15:58.