Glerárgata 32 - umsókn um breytta notkun

Málsnúmer 2015070018

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 207. fundur - 08.07.2015

Erindi dagsett 3. júlí 2015 þar sem Helgi Magnús Hermannsson sækir um breytta notkun hluta hússins nr. 32 við Glerárgötu. Sótt er um að breyta 3. og 4. hæð hússins í gistiheimili/hótelíbúðir eða íbúðir.

Meðfylgjandi eru teikningar.
Samkvæmt aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem blanda af verslunar- og þjónustusvæði og íbúðarsvæði. Samkvæmt núgildandi skipulagsreglugerð er heimilt að vera með hótel, gistiheimili og íbúðir á þannig skilgreindum svæðum.

Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemd við breytta notkun 3. og 4. hæðar hússins svo framarlega sem breytingarnar verði gerðar í sátt við aðra eigendur s.s. um afnot af bílastæðum innan lóðar o.þ.h.