Aðgengi fatlaðra - fyrirspurn

Málsnúmer 2015060220

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 207. fundur - 08.07.2015

Erindi dagsett 29. júní 2015 þar sem Guðrún Pálmadóttir réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Norðurlandi, spyrst fyrir um aðgengi fatlaðra í Listagili, sýn skipulagsnefndar á algilda hönnun og úttektir á aðgengi fyrir fatlaða á Akureyri.
Samkvæmt deiliskipulagi miðbæjarins og samþykktum aðaluppdráttum fyrir Listasafnið er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum sérmerktum fyrir fatlaða, annarsvegar á bílastæði ofan við Kaupvangsstræti 23 og hinsvegar innan lóðar Listasafnsins, Kaupvangsstræti 12.

Sérstakan kafla er að finna um algilda hönnun í byggingarreglugerð og eftir þeim ákvæðum er unnið við samþykkt aðaluppdrátta. Til stendur að endurskoða aðalskipulag Akureyrar á kjörtímabilinu og má búast við að í þeirri vinnu verði mörkuð skýrari stefna hvað varðar aðgengi fatlaðra að stofnunum bæjarins og umferðarmannavirkjum.

Aðgengismál fatlaðra er sífellt í vinnslu og eru gerðar kröfur um aðgengi í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar, sé þess kostur, þegar óskað er eftir breytingum á húsnæði.

Ekki hefur farið fram sérstök úttekt á aðgengi almennt í bænum en til stendur að sækja um styrk til velferðarráðuneytisins til að framkvæma úttekt á aðgengi að opinberum byggingum, umferðarmannvirkjum og öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að.