Grundargerði 2j - fyrirspurn um breytta notkun

Málsnúmer 2015060185

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 546. fundur - 25.06.2015

Erindi dagsett 23. júní 2015 þar sem Heiðrún Beck spyrst fyrir um breytta notkun á hluta af íbúðarhúsnæði nr. 2J við Grundargerði og nota sem hársnyrtistofu.
Skipulagsstjóri tekur jákvætt í erindið. Skila skal inn umsókn um breytinguna með samþykki a.m.k. helmings meðeigenda í raðhúsinu.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 548. fundur - 10.07.2015

Erindi dagsett 6. júlí 2015 þar sem Kristján H. Kristjánsson f.h. Heiðrúnar Hermannsdóttur Beck sækir tímabundið um breytta notkun á þvotthúsi og geymslu í húsi nr. 2j við Grundargerði. Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda í raðhúsinu.
Skipulagsstjóri samþykkir tímabundið leyfi til 5 ára.