Bílaklúbbur Akureyrar - gjaldtaka lögreglu á íþróttaviðburði

Málsnúmer 2015060020

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 169. fundur - 04.06.2015

Tekið fyrir erindi dagsett 28. maí 2015 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem félagið óskar eftir áliti íþróttaráðs á gjaldtöku lögreglu á íþróttaviðburði innan íþróttafélaga ÍBA.
Íþróttaráð þakkar fyrir upplýsingarnar en bendir á að samkvæmt 17. gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 er lögreglustjóra heimilt að ákvarða löggæslukostnað þegar sótt er um einstaka viðburði, sem m.a. eru til þess fallnir að valda ónæði, svo sem vegna hávaða, og kalla á eftirlit og/eða löggæslu. Jafnframt bendir íþróttaráð á að það er ekki í valdi ráðsins að meta hvort skilyrði séu fyrir hendi.