Samkeppniseftirlitið - beiðni um upplýsingar um skipulagsáætlanir og lóðaúthlutanir vegna markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaði

Málsnúmer 2015040044

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 201. fundur - 15.04.2015

Sigurjón kom aftur á fundinn kl. 09:53.
Erindi dagsett 30. mars 2015 frá Samkeppniseftirlitinu þar sem upplýst er að í júní 2013 hafi verið hafin markaðsrannsókn á íslenska eldsneytismarkaðnum á grundvelli 16. gr. samkeppnislaga. Óskað er eftir upplýsingum um hvort og þá hvaða reglur, stefnur o.s.frv. séu í gildi hjá sveitarfélaginu um skipulagsáætlanir og lóðarúthlutanir til fyrirtækja sem hyggja á sölu eldsneytis í smásölu.

Einnig er óskað eftir upplýsingum um hvort sveitarfélagið hafi haft til hliðsjónar við úthlutun lóða til fyrirtækja, sem hyggja á sölu eldsneytis í smásölu, reglur Samkeppniseftirlitsins sem fram koma í áliti Samkeppniseftirlitsins nr. 3/2009.
Skipulagsstjóra og formanni er falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Edward H. Huijbens V-lista óskar bókað að hann vill minna á að VG-Akureyri kallaði eftir stefnu bæjarins við afgreiðslu byggingarleyfa fyrir smásölu eldsneytis árið 2010. Er það mat VG að stefnuleysi í smásölu eldsneytis leiði til að of margar lóðir eru undir þessa starfsemi hér í bæ sem skapar ýmis vandamál.