Fjaran og Innbærinn - deiliskipulagsbreyting Aðalstræti 4

Málsnúmer 2015040042

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 201. fundur - 15.04.2015

Erindi dagsett 4. mars 2015 þar sem Þorsteinn Bergsson f.h. Minjaverndar hf. sækir um breytingu á deiliskipulagi svo mögulegt verði að gera kjallara undir húsið að Aðalstræti 4. Einnig er óskað eftir lítilháttar stækkun á byggingarreit til norðurs vegna utan á liggjandi trappa.

Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 15. apríl 2015, sem er í samræmi við ofangreint og unnin af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit vegna utan á liggjandi trappa auk breytingar á nýtingarhlutfalli vegna byggingar kjallara og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.

Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3372. fundur - 21.04.2015

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 15. apríl 2015:
Erindi dagsett 4. mars 2015 þar sem Þorsteinn Bergsson f.h. Minjaverndar hf, sækir um breytingu á deiliskipulagi svo mögulegt verði að gera kjallara undir húsið að Aðalstræti 4. Einnig er óskað eftir lítilháttar stækkun á byggingarreit til norðurs vegna utan á liggjandi trappa.
Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 15. apríl 2015, sem er í samræmi við ofangreint og unnin af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit vegna utan á liggjandi trappa auk breytingar á nýtingarhlutfalli vegna byggingar kjallara og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Logi Már Einarsson S-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Logi Már Einarsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.