Hrísey - umsókn um lóð undir vatnsmiðlunargeymi ofan Miðbrautar

Málsnúmer 2015040034

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 201. fundur - 15.04.2015

Erindi dagsett 8. apríl 2015 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Norðurorku ehf., kt. 550978-0169, sækir um 900 m² lóð undir vatnsmiðlunargeymi ofan Miðbrautar. Einnig er sótt um byggingarreit að stærð 20x20 m fyrir vatnsmiðlunargeyminn.

Meðfylgjandi er uppdráttur eftir Berg Steingrímsson.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur lóðarskrárritara að gefa út lóðarsamning með afmörkun lóðarinnar.