Málefni aldraðra

Málsnúmer 2015030257

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 166. fundur - 30.04.2015

Lagt fram bréf með bókun bæjarráðs frá 10. apríl 2015. Þar er erindum sem þrír stjórnarmenn í Félagi aldraðra á Akureyri báru fram í viðtalstíma bæjarfulltrúa 26. mars 2015, vísað til samfélags- og mannréttindadeildar. Fyrir samfélags- og mannréttindaráð voru lagðir fram til umræðu 5. liður a) um sumarlokanir í félagsmiðstöðvum og d) óskir um bætta aðstöðu í félagsaðstöðu í Bugðusíðu.
Bergjót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála og Anna Karen Úlfarsdóttir deildarstjóri í félagsstarfi aldraðra sátu fundinn undir þessum lið.
Ráðið getur ekki orðið við erindi í a) lið. Félagi eldri borgara er frjálst að nýta húsnæðið í Bugðusíðu, eins og það kýs og hvetur ráðið félagið til að halda uppi sínu öfluga félagsstarfi yfir sumartímann.
Varðandi d) lið mun það mál tekið fyrir í tengslum við stefnumótun hjá ráðinu. Búið er að bæta nettengingu.