Matseðlar og mötuneyti í leik- og grunnskólum

Málsnúmer 2015030215

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 7. fundur - 20.04.2015

Erindi sem barst í viðtalsíma bæjarfulltrúa 19. mars 2015.
Allir leik- og grunnskólar á Akureyri hafa sameiginlega matseðla. Þessir matseðlar hafa verið yfirfarnir af rannsóknarþjónustunni Sýni með tilliti til næringarinnihalds og samsetningar.
Uppskriftir eru endurskoðaðar með tilliti til viðmiða Landlæknisembættisins eða ef athugasemdir berast.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um matseðla á heimasíðu skóladeildar.

Hvað varðar gjald á skólamáltíðum þá er gengið út frá því að verð á skólamáltíðum grunnskóla standi undir öllum kostnaði við rekstur mötuneytanna, þ.e. hráefniskostnaði og grunnlaunakostnaði mötuneyta, rafmagni, viðhaldi og afborgun stofnkostnaðar.

Það gjald sem starfsmenn skólanna greiða fyrir máltíð á vinnustað er kjarasamningsbundið og miðast við hráefnisverð.

Tekin er ákvörðun um gjaldskrá við gerð fjárhagsáætlunar hverju sinni.
Sædís Inga Ingimarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna vék af fundi kl. 15:00.