Hafnarstræti 102 - umsókn um breytingar á innra skipulagi

Málsnúmer 2015030211

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 201. fundur - 15.04.2015

Skipulagsstjóri lagði fram eftirfarandi umsókn um byggingarleyfi til umsagnar skipulagsnefndar, sbr. samþykkt bæjarstjórnar frá 7. apríl 2015, þar sem óskað er eftir breytingu á innra skipulagi hússins.

Erindi dagsett 23. mars 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Kaffis 600 ehf., kt. 481111-0460, sækir um breytingar innanhúss á húsi nr. 102 við Hafnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið fyrirliggjandi uppdrátt og gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við breytingar á innra skipulagi hússins.

Skipulagsstjóra er falið að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 536. fundur - 16.04.2015

Erindi dagsett 23. mars 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Kaffi 600 ehf., kt. 481111-0460, sækir um breytingar á innra skipulagi og hámarksfjölda gesta Pósthúsbarsins að Hafnarstræti 102. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri getur ekki orðið við erindinu hvað varðar ósk um fjölgun gesta þar sem fjöldi salerna er ekki í samræmi við byggingarreglugerð.