Félagsmiðstöðvar - Landsmót Samfés haust 2015

Málsnúmer 2015030171

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 163. fundur - 19.03.2015

Landsmót Samfés - samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi er haldið á hausti hverju og ferðast á milli landshluta. Þetta árið er óskað eftir því að Akureyringar taki að sér að halda landsmótið. Lagt fram minnisblað dags. 16. mars 2015 frá Ölfu Aradóttur forstöðumanni forvarna- og æskulýðsmála, um mótið.
Samfélags- og mannréttindaráð styður að Akureyri verði boðin fram sem mótsstaður. Ráðið óskar eftir samvinnu við stofnanir og deildir sem hafa þarf samvinnu við t.d. skólana vegna gistinga.